Kári: „Afskaplega skítlegt“

Kári segir marga starfsmenn Landspítalans hafa staðið gegn samstarfi spítalans …
Kári segir marga starfsmenn Landspítalans hafa staðið gegn samstarfi spítalans og sóttvarnalæknis við ÍE. Samsett mynd

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, seg­ir úr­sk­urð Per­sónu­vernd­ar, sem felld­ur var úr gildi fyr­ir héraðsdómi í dag, hafa verið held­ur óheppi­leg­an og kveðst vona að málið grafi ekki und­an trausti al­menn­ings til stofn­un­ar­inn­ar.

Per­sónu­vernd úr­sk­urðaði á síðasta ári að Íslensk erfðagrein­ing hefði brotið á per­sónu­vernd­ar­lög­um í þrem­ur mál­um sem vörðuðu notk­un blóðsýna Covid-19-sjúk­linga, áður en vís­indasiðanefnd hafði samþykkt rann­sókn­ina. ÍE sagði aft­ur á móti að blóðsýn­in hefðu verið tek­in sam­kvæmt til­mæl­um sótt­varna­lækn­is, sem til þess hafi heim­ild.

Kári seg­ir sam­skipti ÍE og Per­sónu­vernd­ar al­mennt góð og að stofn­un­in sinni gríðarlega mik­il­vægu hlut­verki í ís­lensku sam­fé­lagi, þrátt fyr­ir að hún njóti ekki alltaf mik­illa vin­sælda.

Hann set­ur þó spurn­ing­ar­merki við hvaða hags­muna upp­runa­leg­ur úr­sk­urður nefnd­ar­inn­ar hafi átt að gæta. 

All­ir reyndu að leggja sitt af mörk­um til að sinna sótt­vörn­um

„Maður velt­ir því fyr­ir sér hvernig þau kom­ast að svona niður­stöðu. Sótt­varna­lækn­ir er bú­inn að segja þeim að við höf­um verið að hjálpa hon­um við að sinna sótt­vörn­um. Lög­um sam­kvæmt ber hon­um að sinna ákveðnu verki og hann hef­ur heim­ild til þess að kalla þá sér til hjálp­ar sem á þarf að halda og eru reiðubún­ir til þess að vinna með hon­um,“ seg­ir Kári í sam­tali við mbl.is.

„Það voru bara all­ir að reyna að leggja sitt af mörk­um til að sinna sótt­vörn­um,“ bæt­ir hann við.

Seg­ist hann vona að málið hafi ekki nei­kvæðar af­leiðing­ar í framtíðinni.

Það er sá mögu­leiki fyr­ir hendi að við fáum ann­an far­ald­ur og þá má ekki vera búið að fæla fólk frá því að aðstoða yf­ir­völd við að tak­ast á við það.“

„Professi­onal af­brýðisemi“

Spurður hver hafi kært málið til Per­sónu­vernd­ar seg­ir Kári marga starfs­menn Land­spít­al­ans hafa staðið gegn sam­starfi spít­al­ans og sótt­varna­lækn­is við ÍE.

„Það er bara svona professi­onal af­brýðisemi, og af­skap­lega skít­legt af þessu fólki að fara og kæra,“ seg­ir hann.

Blóðsýn­in hafi verið tek­in sem viðmiðun­ar­sýni fyr­ir mót­efna­mæl­ing­ar, en til þess hafi þurft blóð frá sýkt­um ein­stak­ling­um og hafi það verið gert að beiðni sótt­varna­lækn­is sem til þess hafði heim­ild.  

„Þegar rík­is­lögmaður seg­ir að það ekk­ert hafi verið fært í sjúkra­skrá þessa fólks um að við hefðum mælt blóðið þess, þá er það vegna þess að þetta var ekki gert fyr­ir þetta fólk, held­ur fyr­ir sam­félagið.“

Ekki nógu merki­legt til að fara í fýlu

Hann tek­ur fram að fullt af hæfu fólki starfi hjá Per­sónu­vernd sem tak­ist á við flók­in verk­efni, en að stjórn Per­sónu­vernd­ar hefði átt að koma í veg fyr­ir að málið færi á þenn­an veg.

„Henn­ar hlut­verk, þegar þessi mál koma upp, er að hafa vit fyr­ir for­stjór­an­um,“ seg­ir hann. Spurður hvort hann telji að mál­inu verði áfrýjað svar­ar Kári: 

„Það væri nú meiri bölvuð vit­leys­an.“ 

Hann tek­ur loks sér­stak­lega fram að hann hygg­ist halda áfram að eiga friðsam­legt og ár­ang­urs­ríkt sam­starf við Per­sónu­vernd. 

„Þetta er ekki nógu merki­legt til að fara í fýlu,“ bæt­ir hann glett­inn við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka