Kastaði munum út úr íbúð

Lögreglan á ferðinni í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan á ferðinni í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Til­kynnt var um ein­stak­ling að kasta mun­um úr íbúð sinni í fjöl­býl­is­húsi í Reykja­vík. Lög­regl­an fór á vett­vang og ræddi við hann. Sagðist hann hafa verið í ójafn­vægi en hefði aft­ur á móti ró­ast og lofaði að haga sér vel.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna verk­efna frá  klukk­an 17 í gær til klukk­an 5 í morg­un.

Ljós­mynd/​Lög­regl­an

Ók á 143 km hraða 

Þrír öku­menn voru kærðir fyr­ir hraðakst­ur þar sem há­marks­hraði er 80 km/​klst.  Sá sem ók hraðast var á 143 km hraða á Reykja­nes­braut, sá sem ók næst­hraðast var tek­inn á Miklu­braut á 136 km hraða og sá þriðji mæld­ist á 126 km hraða á Kringlu­mýr­ar­braut.

Í Kópa­vogi var til­kynnt um inn­brot í fyr­ir­tæki, auk þess sem ökumaður var kærður í Reykja­vík fyr­ir að aka gegn rauðu um­ferðarljósi. Hann reynd­ist einnig ölvaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka