Óska eftir aðstoð vegna lyfjaskorts

Alvarlegur skortur er á sýklalyfjum víða um heim.
Alvarlegur skortur er á sýklalyfjum víða um heim. mbl.is/Thinkstock.com

Vegna viðvarandi og alvarlegs skorts á sýklalyfjum um allan heim hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að aðstoða við úrlausn vandans með því að kanna möguleika sína á að skrá og markaðssetja sýklalyf á Íslandi.

„Mikið kapp hefur verið lagt á að finna leiðir til að koma til móts við markaðsleyfishafa með lækkun gjalda svo að fjölga megi nauðsynlegum lyfjum á markaði og fyrirbyggja afskráningar lyfja. Nýlega hafa reglur um lækkun gjalda samkvæmt gjaldskrá verið uppfærðar og ber þar helst að nefna nýjan lið sem snýr að núll daga skráningarferli,“ segir í tilkynningu.

Ýmsar ástæður hafa verið fyrir lyfjaskorti, aðfangakeðjur til framleiðslu bresta, innköllun ákveðinna lyfja eða vandamál við lyfjadreifingu. Lyfjaskortur á ákveðnu lyfi getur einnig aukið eftirspurn eftir öðrum sambærilegum, fáanlegum lyfjum og valdið því að birgðir þeirra klárast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert