Óska eftir aðstoð vegna lyfjaskorts

Alvarlegur skortur er á sýklalyfjum víða um heim.
Alvarlegur skortur er á sýklalyfjum víða um heim. mbl.is/Thinkstock.com

Vegna viðvar­andi og al­var­legs skorts á sýkla­lyfj­um um all­an heim hvet­ur Lyfja­stofn­un markaðsleyf­is­hafa og umboðsaðila til að aðstoða við úr­lausn vand­ans með því að kanna mögu­leika sína á að skrá og markaðssetja sýkla­lyf á Íslandi.

„Mikið kapp hef­ur verið lagt á að finna leiðir til að koma til móts við markaðsleyf­is­hafa með lækk­un gjalda svo að fjölga megi nauðsyn­leg­um lyfj­um á markaði og fyr­ir­byggja af­skrán­ing­ar lyfja. Ný­lega hafa regl­ur um lækk­un gjalda sam­kvæmt gjald­skrá verið upp­færðar og ber þar helst að nefna nýj­an lið sem snýr að núll daga skrán­ing­ar­ferli,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Ýmsar ástæður hafa verið fyr­ir lyfja­skorti, aðfanga­keðjur til fram­leiðslu bresta, inn­köll­un ákveðinna lyfja eða vanda­mál við lyfja­dreif­ingu. Lyfja­skort­ur á ákveðnu lyfi get­ur einnig aukið eft­ir­spurn eft­ir öðrum sam­bæri­leg­um, fá­an­leg­um lyfj­um og valdið því að birgðir þeirra klár­ast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka