Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vakti í morgun athygli á þessari glæsilegu skautadrottningu sem naut sín í morgunsólinni á ísilagðri Tjörninni í Reykjavík.
Hann birtir myndband af henni svífa tignarlega um svellið líkt og hún gerir stundum á morgnanna, áður en hún hverfur til daglegra starfa. Í þetta skipti tók skautadrottningin eftir borgarstjóra þar sem hann fylgdist með henni og veifaði til hans.
„Svona byrjaði minn fimmtudagsmorgun í ráðhúsinu við Tjörnina,“ skrifar Dagur.
Sjá má skautadrottninguna leika listir sínar hér í meðfylgjandi færslu Dags: