Icelandair hefur hafið flokkun á sorpi um borð í flugvélum sínum í millilandaflugi. Félagið hefur, í samstarfi við yfirvöld og stofnanir á Íslandi, um árabil hvatt til þess að reglugerðum verði breytt.
Í samvinnu við Umhverfisstofnun og Matvælastofnun er nú búið að útfæra nýjar leiðbeiningar sem gera flugfélögum og skipafélögum kleift að flokka hreint endurvinnsluefni, þ.e. plast, pappír og áldósir sem fellur til við ferðalög milli landa. Áætlað er að magnið sem fer í endurvinnsluhringrás í stað sorpbrennslu sé um 100 tonn árið 2023 og er því til mikils að vinna, segir Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.