Stjórnsýsla Fjarðabyggðar tekin út

Eskifjörður.
Eskifjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæj­ar­ráð Fjarðabyggðar hef­ur samþykkt að gerð verði út­tekt á stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem er í minni­hluta í bæj­ar­stjórn­inni, lagði til­lög­una fram í bæj­ar­ráði. Verður hún að óbreyttu tek­in til umræðu á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í dag.

Ragn­ar Sig­urðsson, odd­viti sjálf­stæðismanna í bæj­ar­stjórn, seg­ir að tvær megin­á­stæður séu fyr­ir til­lög­unni. „Ann­ars veg­ar er það rekst­ur­inn. Hann geng­ur illa eins og hjá fleiri sveit­ar­fé­lög­um en sigið hef­ur á ógæfu­hliðina frá 2018. Hann er orðinn það ósjálf­bær að við við þurf­um að núllstilla okk­ur og leita leiða til að snúa þró­un­inni við. Hins veg­ar hef­ur verið mik­il starfs­manna­velta á bæj­ar­skrif­stof­unni sjálfri og þar hef­ur örlað á óánægju,“ sagði Ragn­ar þegar Morg­un­blaðið hafði sam­band við hann í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka