Tæp 200 þúsund í mínus vegna kerfisbilunar

Kerfisvilla hjá Íslandsbanka leiddi til þess að viðskiptavinir voru rukkaðir …
Kerfisvilla hjá Íslandsbanka leiddi til þess að viðskiptavinir voru rukkaðir aftur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

All­marg­ir viðskipta­vin­ir Íslands­banka voru rukkaðir auka­lega fyr­ir eldri færsl­ur eft­ir há­degi í dag, sök­um villu í kerfi bank­ans. Verið er að vinna í lag­fær­ing­um en ekki hef­ur verið gefið upp hvað olli vill­unni.

Ýmsum viðskipta­vin­um Íslands­banka hef­ur ef­laust brugðið við það að sjá óvænt­ar fjárupp­hæðir dregn­ar af heima­banka sín­um. Í dag voru marg­ir rukkaðir oft fyr­ir gaml­ar færsl­ur, einkum frá því í gær. Mis­jafnt var hversu oft fólk var rukkað. Sum­ir voru rukkaðir auka­lega einu sinni en aðrir a.m.k. sex sinn­um sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Marg­ir fengu að sjá að fé til ráðstöf­un­ar á de­bet­reikn­ing­um þeirra væri orðið nei­kvætt og mbl.is hef­ur það eft­ir ein­um viðskipta­vini bank­ans að ráðstöf­un­ar­fé hans hafi fallið niður í 194.000 krón­ur í mín­us.

Lagað inn­an við næsta klukku­tíma

Sam­kvæmt svör­um Íslands­banka við fyr­ir­spurn mbl.is kom kerfis­villa upp. Búið er að greina vill­una en ekki feng­ust svör við því hvað hefði valdið henni og leitt til þess að dregið var út af reikn­ing­um viðskipta­vina.

Vill­an snerti aðeins hluta af viðskipta­vin­um bank­ans og sam­kvæmt svör­um frá hon­um ætti vill­an að vera kom­in í lag inn­an klukku­stund­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka