Þóra Arnórsdóttir yfirheyrð á ný

Þóra Arnórsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þóra Arnórsdóttir, fv. ritstjóri Kveiks á Ríkisútvarpinu, var yfirheyrð af lögreglu á nýjan leik á þriðjudag vegna rannsóknar á símstuldi og afdrifum gagna, sem á honum voru. Þetta staðfestir Þóra í samtali við Morgunblaðið.

Þóra segir að réttarstaða hennar hafi ekki breyst í yfirheyrslunni, en hún hefur haft stöðu sakbornings í málinu.

„Nei, en við skulum gera ráð fyrir því að það sé stutt í að þessu máli verði lokað,“ segir hún.

„Þetta var stutt og tiltölulega vandræðalegt. Lögmaðurinn minn bókaði sterk mótmæli yfir því hversu langan tíma þetta hefði tekið, enda bryti það í bága við sakamálalög. En ég geri ráð fyrir því að þessu ljúki mjög fljótlega.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert