Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpar landsfund flokksins klukkan 17.30.
Eftir ræðu Katrínar, flytja ávörp stjórnmálamenn frá Grænlandi og Færeyjum.
Fundurinn stendur yfir frá föstudegi og fram á sunnudag en þar verður m.a. kosið til stjórnar og flokksráðs. Búast má við því að slagur verði um að minnsta kosti tvö embætti í stjórn, ritarann og gjaldkerann. Þá liggur fyrir fundi mikill fjöldi ályktana og nýjar stefnur í nokkrum málaflokkum.
Hægt er að nálgast dagskrá fundarins hér.