Fjöldi Covid-sýkinga í síðustu viku er sá minnsti sem verið hefur þennan vetur en alls greindust 40 sýni voru jákvæð af 292.
Fjöldi Rhinoveiru tilfella hækkaði þó í síðustu viku en þá greindust 44 samanborið við 27 vikunar áður. Fjöldi greininga Adenóveiru var 18, sem er sambærilegt síðustu viku. Sex greindust með RS-veiru, sem er fækkun milli vikna.
Þetta kemur fram í samantekt sóttvarnalæknis um öndunarfærasýkingar dagana 6. til 12. mars.
Þá er fjöldi tilfella af staðfestri inflúensu einnig á niðurleið en færri greindust í síðustu viku, eða alls 26, samanborið við undanfarnar fjórar vikur. Þar af greindust 23 með inflúensustofn B, tveir með inflúensustofn A(H3) og einn með stofn A(H1).
Færri greindust með hálsbólgu í síðustu viku samanborið við vikuna á undan en fjöldi greininga hefur sveiflast talsvert undanfarnar vikur. Fjöldinn er enn langt yfir meðaltali undangenginna ára.