Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í úrslitakeppni Gettu betur sem sýnd var á RÚV í kvöld.
Sigurliðið hafði betur gegn Fjölbrautaskóla Suðurlands með 36 stigum en FSu hlutu 25 stig.
Keppnin fór fram í 39. skipti og var haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ að þessu sinni.
Þetta er í 23. sinn sem skólinn fer með sigur af hólmi í Gettu betur og er hann því sigursælasti menntaskólinn í sögu keppninnar. MR vann einnig í fyrra og snúa menntskælingar því aftur suður í Reykjavík með Hljóðnemann, bikar Gettu betur.