Óvissa um framtíð Unaóss

Mikill bruni varð í útihúsum við Unaós í byrjun mánaðar. …
Mikill bruni varð í útihúsum við Unaós í byrjun mánaðar. Margir gripir drápust. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Eng­in ákvörðun um framtíð Una­óss ligg­ur fyr­ir að sögn Fram­kvæmda­sýsl­unn­ar - Rík­is­eigna (FSRE). Veðurfar hef­ur komið í veg fyr­ir að hreins­un geti átt sér stað.

Í byrj­un mars greindi mbl.is frá mikl­um bruna í úti­hús­um að Una­ósi. Brun­inn leiddi til dauða um 260 gripa, fjár og geita, og mikl­ar skemmd­ir urðu á hús­næðinu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Karli Pétri Jóns­syni, upp­lýs­inga­full­trúa FSRE, enduðu bruna­rúst­irn­ar og dýra­hræ­in í haug­húsi fjár­húss­ins. Þau verða flutt á viður­kennd­an mót­tökustað um leið og unnt er. Það verður gert í sam­starfi við um­hverf­is- og fram­kvæmda­svið Múlaþings. 

Ekk­ert tjóna­mat fyrr en hreins­un er lokið

Karl Pét­ur seg­ir að ákvörðun um end­urupp­bygg­ingu Una­óss liggi ekki fyr­ir en við það mat skipti verðmat trygg­ing­ar­fé­lags­ins miklu máli. Trygg­ing­ar­fé­lagið get­ur ekki kannað um­fang tjóns­ins fyrr en búið er að hreinsa svæðið en veðurfar hef­ur komið í veg fyr­ir að því ljúki.

Karl Pét­ur seg­ir að FSRE, full­trú­ar land­eig­anda, leigu­tak­ar jarðar­inn­ar, sveit­ar­fé­lagið og vá­trygg­inga­fé­lag muni vinna sam­an að viðeig­andi lausn máls­ins.

Hann seg­ir að Una­ós sé stór og góð hlunn­inda­jörð. Enn séu nú­ver­andi leigj­end­ur með gild­andi leigu­samn­ing og enn séu önn­ur hús á lóðinni sem eru ósködduð og not­hæf. „Á jörðinni stend­ur gott íbúðar­hús, geymsla og stór véla- og verk­færa­geymsla sem áfram eru not­hæf,“ seg­ir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert