Slasaðist á fjórhjóli

Maðurinn borinn að þyrlunni sem svo flutti hann á Landspítalann …
Maðurinn borinn að þyrlunni sem svo flutti hann á Landspítalann eftir slysið. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-GNÁ, var kölluð út síðdeg­is í dag vegna fjór­hjóla­manns sem hafði slasast við fjallið Strút á Mæli­fellss­andi. Voru sjúkra­flutn­inga­menn og björg­un­ar­sveitar­fólk á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar þegar á vett­vangi er þyrl­an kom þar að og höfðu veitt mann­in­um aðhlynn­ingu. Þyrl­an flutti hann í fram­hald­inu á Land­spít­al­ann í Foss­vogi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert