Verðlaun Félags íslenskra teiknara voru afhent í 22. sinn í kvöld. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi. Alls bárust yfir 500 innsendingar í 21 flokk, sem er met, og þar af voru 92 verkefni tilnefnd.
Í hverjum flokki voru veitt ýmist annað hvort eða bæði gull- og silfurverðlaun. Yfirlit yfir verðlaun í öllum flokkum má finna hér að neðan:
Verkefni: Abbababb!
Verkkaupi: Kisi Production
Hönnuður: Atli Sigursveinsson
Umsögn: Vandlega unnið, sterkt og litríkt handbragð. Lýsir tíðarandanum og talar vel til barna. Raunsæisstíll sem fangar anda myndarinnar vel. Sterk endurspeglun á persónum í teikningum.
Verkefni: Reykjavik Jazz
Verkaupi: Reykjavík Jazz Festival
Hönnuðir: Arnar Ingi Viðarsson & Arnar Fells Gunnarsson
Umsögn: Læsileg, einföld og sterk lausn. Litir og form sækja í gullöld djassins sem skapar skemmtileg áhrif. Fangar hreyfingu og tónlist með sterkum geómetrískum formum.
Verkefni: Álfheimar 2: Risinn
Verkkaupi: Angústúra
Hönnuður: Atli Sigursveinsson
Verkefni: Portable Electric
Verkkaupi: Portable Electric
Hönnuður: Þorleifur Gunnar Gíslason
Umsögn: Falleg og vandlega hugsuð mynstur sem túlka orku, hreyfingu og núning. Virka vel í fjölbreyttri notkun og útfærslu, svarthvítt eða í lit. Sterk myndbygging, faglegt og stílhreint.
Verkefni: Meinlaust?
Verkkaupi: Jafnréttisstofa
Hönnuður: Elías Rúni
Umsögn: Sterk skilaboð herferðar endurspegluð í teikningum og litum. Tjáningarríkar teikningar með sterkri litanotkun, beitt og sker sig úr. Áberandi og virkar bæði vel í prenti og skjá.
Verkefni: Bjössi
Verkkaupi CCEP
Hönnuður: Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Umsögn: Sterkur karakter sem virkar í mismunandi kringumstæðum. Heildstætt, fjörugt, litríkt og kómískt útlit sem talar til ólíkra markhópa. Bjössi er viðkunnanlegur karakter. Vel teiknað og skýrt.
Verkefni: Illustrated Relations of Iceland and Finland: 75 years and more
Verkkaupi: Utanríkisþjónustur Íslands og Finnlands
Hönnuðir: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir & Lotta Kaarina Nykänen
Umsögn: Fræðandi og aðgengilegt fyrir alla aldurshópa. Mjög skemmtilegar og lifandi teikningar sem gefa viðfangsefninu lífi. Stílhrein og sterk litapalletta. Myndheimurinn býður upp á alls kyns möguleika við uppsetningar.
Verkefni: Safnahúsið
Verkkaupi: Listasafn Íslands
Hönnuður: Ari Hlynur Guðmundsson Yates
Umsögn: Skemmtilega teiknaður og hugmyndaríkur heimur. Margbrotið, hressilegt og nær til markhópsins. Sköpunargleðin skín í gegn, alveg út í minnstu smáatriði.
Verkefni: Landsbankinn × EM 2022
Verkkaupi: Landsbankinn
Hönnuður: Eysteinn Þórðarson
Umsögn: Orkumikið, kraftmikið og grípandi. Myndefni og letur búa til mikla hreyfingu og kraft. Handverk í letrinu gerir viðfangsefnið persónulegra.
Verkefni: Godland / Volaða land
Verkkaupi: Join Motion Pictures
Hönnuður: Daniel Imsland
Umsögn: Einstakar ljósmyndir sem draga mann samstundis inn í tíðarandann. Áferð og framsetning á letri styrkir heildina svo um munar.
Verkefni: Rusl
Verkkaupi: Rusl
Hönnuðir: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson & Sóley Lee Tómasdóttir
Umsögn: Fallegt myndefni parað við forvitnilegt og fallegt letur sem virkar í fyrstu torlæsilegt og fangar augað. Nútímalegt og ferskt. Litaval og formbygging áhugaverð. Dregur fram hið ljóðræna úr hinu hversdagslega.
Verkefni: Álfheimar 2: Risinn
Verkkaupi: Angústúra
Hönnuður: Atli Sigursveinsson
Umsögn: Kápan endurspeglar söguna á sterkan máta. Litrík og leikandi. Heildræn myndskreyting sem talar vel við handgert letrið.
Verkefni: JARÐSETNING
Verkkaupi: Angústúra
Hönnuðir: Snæfríð Jóhanna Þorsteins & Hildigunnur Gunnarsdóttir
Umsögn: Styrkleiki í öllum smáatriðum og einfaldleika í sínum. Týpografían er sterk og ákveðin fíngerð frávik lyfta verkinu á annað stig.
Verkefni: Svefngríman
Verkkaupi: Angústúra
Hönnuðir: Birna Geirfinnsdóttir & Arnar Freyr Guðmundsson
Umsögn: Kápan endurspeglar titil og innihald bókar á skapandi og óvæntan hátt. Ekki er allt gull sem glóir.
Verkefni: Ævarandi hreyfing / Perpetual Motion
Verkkaupi: Myndlistarmiðstöð, Listasafn Reykjavíkur & BERG Contemporary
Hönnuðir: Arnar Freyr Guðmundsson & Birna Geirfinnsdóttir
Umsögn: Framleiðsla og vinnsla til fyrirmyndar. Gæði ljósmyndanna verða til þess að myndirnar sjálfar færa verkin nær lesandanum.
Verkefni: Farsótt
Verkkaupi: Sögufélag
Hönnuðir: Arnar Ingi Viðarsson & Arnar Fells Gunnarsson
Umsögn: Aðlaðandi og forvitnileg framsetning vekur áhuga á viðfangsefninu. Ýmis skemmtileg smáatriði gefa aukið gildi.
Verkefni: Svefngríman
Verkkaupi: Angústúra
Hönnuðir: Birna Geirfinnsdóttir & Arnar Freyr Guðmundsson
Umsögn: Sterk hugmynd, heildræn og næm nálgun. Hugsað fyrir hverju smáatriði.
Verkefni: JARÐSETNING
Verkkaupi: Angústúra
Hönnuðir: Snæfríð Jóhanna Þorsteins & Hildigunnur Gunnarsdóttir
Umsögn: Viðfangsefni bókarinnar birtist mjög skýrt í allri umgjörð og hönnun. Vel hugað að öllum smáatriðum. Maður fær áþreifanlega tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Efnis-, letur- og litaval endurspeglar viðfangsefni bókarinnar á mjög skýran hátt.
Verkefni: Umferðin.is
Verkkaupi: Vegagerðin
Hönnuðir: Atli Þór Árnason, Hörður Lárusson & Simon Viðarsson
Umsögn: Fyrst og fremst aðgengilegt og notendavænt. Vel hugað að öllum atriðum og vandlega leyst. Virkni og hönnun haldast vel í hendur.
Verkefni: Hrekkjavökuhakkarinn
Verkkaupi: TM
Hönnuðir: Sigríður Ása Júlíusdóttir, Guðmundur Heiðar Helgason & Emma Theodórsdóttir
Umsögn: Frábær notkun á miðlinum og vel tímasett nú þegar umræða um netöryggi er fyrirferðarmikil. Atburðarásin í birtingaferlinu var áhugaverð og vel útfærð, eftir því sem sem leið á daginn.
Verkefni: Hafnartorg: Gluggar
Verkkaupi: Reginn
Hönnuður: Alberto Farreras Muñoz
Umsögn: Falleg og ljóðræn stemmning. Lágstemmd umhverfisgrafík sem býr til útsýni í gluggalausu rými. Snjallur dúalismi skapar réttu stemninguna, á daginn og svo kvöldin. Styrkir rýmið á smekklegan hátt. Fær það til að rísa á daginn og færir það neðansjávar á kvöldin.
Verkefni: Iceland Airwaves: Augmented reality
Verkkaupi: Icelandair
Hönnuðir: Gunnar Þór Arnarson, Silvía Pérez De Luis & Björn Daníel Svavarsson
Umsögn: Skemmtilegt hvernig prentauglýsingu er hér gefin ný vídd. Smellpassar við tilefnið og hefur skemmtanagildi.
Finndu muninn
Blush
Agga Jónsdóttir
Umsögn: Vel leyst í alla staði. Falleg myndbygging, skemmtileg marglaga fyrirsögn og fágað yfirbragð. Hér hefur tekist vel til við að auglýsa vandmeðfarið efni á afar skapandi hátt.
Verkefni: Það má ekkert lengur
Verkkaupi: Virk
Hönnuðir: Rósa Hrund Kristjánsdóttir, Davíð Terrazas, Erla María Árnadóttir & Snædís Malmquist
Umsögn: Vitundarvakning sem tæklar neikvæða orðræðu og býr til hollt samtal í samfélaginu. „Það má ekkert lengur“ er frasi sem var gjaldfelldur í mikilvægri umræðu og sterkt að vekja máls á því. Textagerð og útfærsla mjög vel gerð.
Verkefni: Elskaðu þig. FyrirÞig.
Verkkaupi: NOVA
Hönnuðir: Jón Ari Helgason, Dóra Haraldsdóttir, Jón Ingi Einarsson, Alexander Le Sage de Fontenay & Steinar Júlíusson
Umsögn: Vel leyst. Málaflokkur sem er mjög til umræðu og eftirtektarvert að sjá fyrirtæki beita sér fyrir samfélagslegum málefnum án þess að vera beint að selja áhorfandanum ákveðna vöru. Góð notkun á víðu sviði miðla og gott að sjá efni útfært fyrir pólskan markhóp. Að fá fólk til að hugsa um geðrækt sem jafn sjálfsagðan hlut og líkamsrækt er virðingarvert.
Verkefni: Það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi
Verkkaupi: Samtök fyrirtæka í sjávarútvegi
Hönnuðir: Hrafn Gunnarsson, Jón Ingi Einarsson, Jón Ari Helgason & Steinar Júlíusson
Umsögn: Snjöll og einföld hugmynd sem gefur áhugaverða mynd af áhrifum innan greinarinnar á fjölbreyttum vettvangi. Vel útfærð hugmynd, allt frá slagorði yfir í myndbyggingu.
Verkefni: Finndu muninn
Verkkaupi: Blush
Hönnuðir: Agga Jónsdóttir, Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir & Anton Kaldal Ágústsson
Umsögn: Vel leyst og óhefðbundnir miðlar notaðir. Normalisering á vandmeðfarinni vöru. Virðisaukandi, minnkar fordóma og finnur leið framhjá hindrunum og ritskoðun fjölmiðla.
Verkefni: Umbúðir fyrir nýtt kort indó
Verkkaupi: indó
Hönnuður: Jón Páll Halldórsson
Umsögn: Óhefðbundnar og skemmtilegar umbúðir fyrir annars frekar hversdagslegan hlut. Nýstárleg leið til að afhenda vöruna á hressandi hátt.
Verkefni: Venja
Verkkaupi: Venja
Hönnuður: Agga Jónsdóttir
Umsögn: Litríkar og viðeigandi fyrir vöruna en um leið notendavænt. Þjónar vörunni á framúrskarandi hátt. Týpógrafían og grafíkin færir skemmtilegan og litríkan blæ yfir viðfangsefnið. Kraftmikill búningur. Flott stakt og einnig sem heildarlína.
Verkefni: While We Wait
Verkkaupi: RAKEL, ZAAR & Salóme Katrín
Hönnuður: Aron Freyr Heimisson
Umsögn: Aðlaðandi á óvæntan hátt og djarft í einfaldleika sínum. Ferskur andblær í samtímahönnun.
Verkefni: Models of Duration
Verkkaupi: John McCowen
Hönnuðir: Viðar Logi & John McCowen
Umsögn: Hrátt, öflugt, órætt og forvitnilegt. Óvænt og kraftmikið aðdráttarafl.
Verkefni: Owls
Verkkaupi: Magnús Jóhann
Hönnuður: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
Umsögn: Lágstemmt en mjög vandað handverk með djúpt næmi fyrir tónlistinni sjálfri. Hver og ein plata er einstök.
Kramber
Hönnuður: Þorgeir K. Blöndal
Umsögn: Evrópskt kaffihús. Hér fer ekki milli mála hvert viðfangsefnið er. Vel leyst og frumlegt. Áhugaverð týpógrafía. Formfast en um leið organískt.
Verkefin: Rusl
Hönnuðir: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson & Sóley Lee Tómasdóttir
Umsögn: Frumlegt merki sem kristallar boðskap hátíðarinnar. Lífræn leikgleði sem er vel útfærð. Taumlaust og torlæsilegt sem er um leið styrkur þess. Sækir á jaðarinn en um leið aðgengilegt. Endurspeglar viðfangsefnið.
Verkefni: Rusl
Hönnuðir: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson & Sóley Lee Tómasdóttir
Umsögn: Áhugaverð og grípandi, prýtt ljósmyndum sem sýna fegurðina í ruslinu. Heilsteypt og ferskt útlit þar sem sköpun skín í gegn. Sterkt myndmál og konseptið yfirfært á ýmsa miðla.
Verkefni: Seven Glaciers
Hönnuðir: Þorleifur Gunnar Gíslason, Arnar Halldórsson & Eva Árnadóttir
Umsagnir: Orkumikið og heilsteypt. Vel unnið með grafísk form sem vísa sterklega í efnið. Fjölbreytt notkun sem virkar í mörgum miðlum og myndar sannfærandi heild.
Verkefni: Portable Electric
Hönnuðir: Þorleifur Gunnar Gíslason, Þorgeir K. Blöndal & Arnar Halldórsson
Umsögn: Eftirtektarverður myndheimur og einfalt myndmál skapa sterka heild.
Verkefni: The One Show
Verkkaupi: The One Club for Creativity
Hönnuðir: Arnar Ingi Viðarsson & Arnar Fells Gunnarsson
Umsögn: Heildræn hugsun í hreyfingu og hljóði. Litir og ljós kallast vel á við kristallana. Mikil dýpt í grafíkinni. Öll grafísku formin spila vel saman. Snjöll tenging milli kristalla og blýanta.
Verkefni: Straumurinn er í Öskju
Verkkaupi: Askja
Hönnuðir: Íris Martensdóttir, Máni Sigfússon & Jón Ari Helgason
Umsögn: Vönduð og sterk fagurfræði. Hljóð og mynd vinna vel saman og mynda góða heild. Kemur skýrt fram hvað er verið að auglýsa, spennandi tenging við viðfangsefnið. Grípandi og áferðarfallegt.
Verkefni: Sinfónían springur út
Verkkaupi: Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hönnuðir: Sigurður Ýmir Kristjánsson, Viktor Weisshappel Vilhjálmsson, Hólmfríður Benediktsdóttir & Guðni Þór Ólafsson
Umsögn: Efni sem virkar fram í tímann og gefur góð fyrirheit um árstíðirnar fjórar. Hreyfingarnar endurspegla viðfangsefnið, sérstaklega með tónlistina undir. Sterk tenging við sinfóníu í litum og allri heildinni. Sterkt verk eftir heimsfaraldurinn, myrkrið hörfar og lífið sprettur fram. Jákvæð hughrif.
Verkefni: Umferðin.is
Verkkaupi: Vegagerðin
Hönnuðir: Atli Þór Árnason, Hörður Lárusson & Simon Viðarsson
Umsögn: Skýr og sterk lausn á flóknu vandamáli. Heiðarleg útfærsla á vegakerfi. Þægilegur í notkun og aðgengilegur. Virknin er hnökralaus og til fyrirmyndar. Öruggur og notendavænn vefur sem virkar jafn vel í tölvu og farsíma.
Verkefni: Abler
Hönnuðir: Steinar Ingi Farestveit & Tinna Hallsdóttir
Umsögn: Stílhreinn og skýr en býr samt yfir óhefðbundnum eiginleikum og ferskum blæ. Viðeigandi fyrir efnið. Skýr framsetning á upplýsingum, sterk týpógrafía og stílhreint yfirbragð. Kemur vörunni vel á framfæri.
Verkefni: Listasafn Íslands
Hönnuðir: Steinar Ingi Farestveit & Júlía Runólfs
Umsögn: Frumlegur og líflegur vefur sem leyfir listaverkunum að njóta sín á sama tíma. Snyrtileg útfærsla. Líflegur á minimalískan hátt. Mikill karakter, vandaður og vel útfærður.
Verkefni: Verðlaunaskjöldur Bestu deildarinnar
Verkkaupi: Íslenskur toppfótbolti
Hönnuðir: Baldur Snorrason, Adrian Rodriguez, Þorleifur Gunnar Gíslason & Hrafn Gunnarsson
Umsögn: Frumlegur verðlaunagripur og vel unninn. Gaman að sjá hreyfigrafíkina útfærða á gripnum. Gerir íslenskri arfleifð góð skil.
Verkefni: Lamina
Skóli: Hyper Island
Hönnuður: Bíbí Söring
Umsögn: Góðar stúdíur á lýsingu og hreyfingu. Vel útfærð uppbygging á mynd og hljóði. Breyturnar mjög áhugaverðar og þaulhugsaðar.
Verkefni: At the Heart of the Dear
Hönnuður: Sigríður Þóra (Didda) Flygenring
Umsögn: Áhugaverður stíll, einstök karaktereinkenni og grípandi litaval. Frumlegt viðfangsefni sem kallar á meira.