„Þurfum að fá hingað hressilega lægð“

Fátt er með svo öllu illt. Lægð gæti flýtt vorinu.
Fátt er með svo öllu illt. Lægð gæti flýtt vorinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við þurf­um hressi­lega lægð hingað til lands til þess að rjúfa kyrr­stöðuna á Norður-Atlants­hafi,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur vegna þess óvenju­lega kulda sem legið hef­ur yfir land­inu um langt skeið. Hann seg­ir að því leng­ur sem kuldi verði í jörðu því leng­ur taki það sól­ina að hita upp and­rúms­loftið fyr­ir vor og sum­ar.  

Litl­ar breyt­ing­ar í kort­un­um

Ekk­ert í kort­un­um ger­ir ráð fyr­ir því að veður breyt­ist svo neinu nemi á næst­unni. Ein­ar seg­ir að það sé vegna hæðar yfir Græn­landi sem sitji sem fast­ast nema lægð hrindi henni á brott og mild­ara loft komi í stað þess kulda sem nú er. „Vet­ur­inn get­ur setið lengi í jörðinni og sjó. Í þeim til­fell­um get­ur vor og sum­ar dregið dám af kulda að vetri til. Sér­stak­lega á Norður­landi,“ seg­ir Ein­ar. 

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur.

Klaki seinki hita­mynd­un að vori 

Þá seg­ir hann að því meiri klaki sem er í jörðu þá seinki það hita­mynd­un að vori. „Og hef­ur líka áhrif á alla gróður­fram­vindu. Það er ekk­ert sem bend­ir til þess að það séu ein­hver viðbrigði í kort­un­um. Þetta hef­ur verið óvenju kald­ur tími en einnig hef­ur þetta verið mjög úr­komu­lít­ill mánuður. Mars er alla jafna úr­komu­rík­ur mánuður en það sem af er mars hafa tveir milli­metr­ar fallið í Reykja­vík. Það er svipað og á ein­um sól­ar­hring í venju­legu ár­ferði,“ seg­ir Ein­ar og bæt­ir því við að ástandið sé svipað um allt land.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert