Áhyggjur af sáttmálanum

Vilhjálmur Árnason (í miðjunni).
Vilhjálmur Árnason (í miðjunni). mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef kallað eft­ir því und­an­farið að það væri mik­il­vægt að sam­göngusátt­mál­inn yrði end­ur­skoðaður. Ég fagna því að stýri­hóp­ur­inn er bú­inn að skrifa und­ir þetta minn­is­blað um að það þurfi að end­ur­skoða sátt­mál­ann. Hins veg­ar geri ég samt mikl­ar at­huga­semd­ir við það ferli,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is.

Hann seg­ir að minn­is­blaðið fjalli um þær áskor­an­ir sem þarf að end­ur­skoða. „Fyrst má nefna stjórn­skip­un sátt­mál­ans, sem er mjög flók­in og skap­ar ákveðna upp­lýs­inga­óreiðu í þessu máli. Síðan eru það fjár­hags­leg sam­skipti rík­is og sveit­ar­fé­laga. Það þarf að taka mjög stór­ar ákv­arðanir um það hvað sveit­ar­fé­lög­in eiga að borga og reka og hvað ríkið á að borga. Í þriðja lagi þarf að upp­færa all­ar áætlan­ir sem ekki hafa staðist, hvort sem það eru tíma­áætlan­ir eða kostnaðaráætlan­ir,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

„Þá bendi ég á að öll­um þess­um stóru atriðum á að vera lokið með ein­hvers kon­ar viðauka nú í lok júní 2023. Það á að ljúka þessu verk­efni á þrem­ur mánuðum sem ekki hef­ur tek­ist á rúm­um þrem­ur árum,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Ekki borið und­ir þingið

Vil­hjálm­ur seg­ir að hann geri mjög al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við þessa tíma­línu og ekki síst að ljúka eigi mál­inu þegar Alþingi verður komið í sum­ar­frí. „Það á að taka þarna mjög stefnu­mark­andi ákv­arðanir, bæði með fjár­mál og for­gangs­röðun mjög stórra og þjóðhags­lega mik­il­vægra fram­kvæmda, án þess að bera það und­ir þjóðþingið, sem hef­ur það hlut­verk að koma fram með sam­göngu­áætlun og samþykkja fjár­lög.“

Verið sé að gera það póli­tískt ómögu­legt að sam­göngusátt­mál­inn nái fram að ganga. „Það er það al­var­leg­asta í stöðunni að ekk­ert ger­ist til að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur og greiða fyr­ir um­ferð á stofn­braut­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Ein af stóru ástæðunum fyr­ir því hversu hægt þetta hef­ur gengið er sú að Reykja­vík­ur­borg hef­ur ekki gert neitt til að liðka fyr­ir skipu­lags­mál­um sam­kvæmt sam­komu­lag­inu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert