Fjórhjólamaðurinn sem slasaðist við fjallið Strút á Mælifellssandi í gærkvöldi beinbrotnaði. Hann var með fullri meðvitund þegar björgunarsveitarfólk á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar mætti á vettvang.
Greint var frá því í gærkvöldi að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, hefði verið kölluð út vegna slyss við fjallið. Þyrlan kom vestur frá Ísafirði og flutti manninn á Landspítalann í Fossvogi, að sögn Jóns Þórs Víglundsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Maðurinn var ekki einn á ferð og fékk aðhlynningu frá öðrum á staðnum þangað til viðbragðsaðilar komu til aðstoðar.