Ekki grunur um íkveikju

Slökkviliðið á vettvangi í gær.
Slökkviliðið á vettvangi í gær. Ljósmynd/Aðsend

Vett­vangs­rann­sókn lög­reglu vegna brun­ans í sum­ar­bú­stað við Apa­vatn í gær er lokið. Eng­ar grun­semd­ir eru um að kveikt hafi verið í bú­staðnum, að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­landi. 

Upp­tök elds­ins eru enn óljós, en lög­regl­an rann­sak­ar málið áfram. 

Í gær greindi mbl.is frá því að sum­ar­bú­staður við Apa­vatn hafi brunnið til kaldra kola. Eft­ir að ljóst var að eng­inn var inni í bú­staðnum lögðu Bruna­varn­ir Árnes­sýslu áherslu á að vernda um­hverfið í kring­um hann. 

Sumarbústaður við Apavatn brann til kaldra kola í gærmorgun.
Sum­ar­bú­staður við Apa­vatn brann til kaldra kola í gær­morg­un. Ljós­mynd/​Aðsend
Bústaðurinn var algjörlega óinýtur eftir brunann.
Bú­staður­inn var al­gjör­lega óinýt­ur eft­ir brun­ann. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert