Til mikils verður að vinna í Lottóinu næsta laugardag en fyrsti vinningur kvöldsins gekk ekki út þar sem enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni.
Fyrsti vinningur hefur legið óhreyfur fjóra laugardaga í röð og verður potturinn því fimmfaldur að viku liðinni. Útlit er fyrir að þá gæti fyrsti vinningur verið í kringum 75 milljónir króna.
Fimm fengu hins vegar bónusvinninginn svokallaða og fær hver miðaeigandi tæpar 500 þúsund í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Siglósport á Siglufirði, tveir í appinu, einn á lotto.is og sá fimmti var í áskrift á lotto.is.
Ekki var það þó hæsti vinningur kvöldsins því einn miðahafi, sem er með miða í áskrift, vann 2 milljónir í Jókernum og var þar með allar tölurnar réttar. Fjórir miðahafar fengu annan vinning í Jókernum og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á N1 Lækjargötu í Hafnarfirði, tveir á lotto.is og einn í appinu.