Eldur kviknaði á neðri hæð í tveggja hæða íbúðarhúsi í Grindavík í dag.
„Það kviknaði í íbúðarhúsi. Sennilega í eldhúsi en við vitum það ekki nákvæmlega. Það gekk mjög fljótt að slökkva og það var enginn inn í húsinu þegar við komum,“ segir Pétur Benediktsson, varaslökkviliðsliðsstjóri í Grindavík, í samtali við mbl.is.
Að sögn Péturs var mikill eldur og tók tuttugu til þrjátíu mínútur að slökkva hann.