Tæknin hefur tekið yfir samfélagið

Viðar Halldórsson.
Viðar Halldórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Tækn­in er búin að taka yfir sam­fé­lagið og í mín­um huga er mis­skiln­ing­ur að hún sé viðbót við það sem fyr­ir var. Hún umbreyt­ir öllu sem fyr­ir var,“ seg­ir dr. Viðar Hall­dórs­son, pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við Sunnu­dags­blaðið.

Hann seg­ir tækni­lausn­irn­ar sak­laus­ar ein­ar og sér en þegar þær safn­ist sam­an hafi það áhrif því þá kvarn­ist úr fé­lags­leg­um tengsl­um okk­ar við aðra. „Hver get­ur til dæm­is and­mælt því að sam­fé­lags­miðlar hafi tekið yfir líf okk­ar? Það er eng­in til­vilj­un að sjö af tíu verðmæt­ustu fyr­ir­tækj­um heims starfi á vett­vangi tækni og fjöl­miðlun­ar – og þau stjórna lífi okk­ar að miklu meira leyti en flest okk­ar gera sér grein fyr­ir. Í stað þess að hitt­ast og koma sam­an eig­um við sam­skipti á net­inu. Og það sem verra er; þessi sam­skipti eru á for­send­um stór­fyr­ir­tækj­anna, sem vilja að við töl­um sam­an á net­inu þannig að þau geti fylgst með hegðun okk­ar og grætt meira á okk­ur. Það kost­ar að eiga sam­skipti í gegn­um tækni­miðlana.“

Lesa má meira um málið í Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert