Bruninn olli miklu tjóni

Eldur braust út í íbúahúsnæði í Grindavík í gær.
Eldur braust út í íbúahúsnæði í Grindavík í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

Brun­inn sem varð í íbúðar­hús­næði í Grinda­vík í gær olli miklu tjóni, að sögn slökkviliðsins í Grinda­vík.

Greint var frá því í gær að eld­ur hafi brot­ist út í kjall­ara­í­búð húss­ins.

Pét­ur Bene­dikts­son, varaslökkviliðsstjóri á Grinda­vík, seg­ir að einn íbúi hafi verið stadd­ur á efri hæð húss­ins þegar eld­ur­inn kviknaði. Hann var kom­inn út þegar slökkviliðið mætti á vett­vang.

Það tók slökkvilið um 20 til 30 mín­út­ur að slökkva eld­inn og reykræsta þurfti hús­næðið í kjöl­farið.

Pét­ur seg­ir of snemmt að segja til um hvar í hús­næðinu eld­ur­inn kviknaði, en málið er nú í rann­sókn hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert