Engin alvarleg slys urðu á fólki í umferðaróhappinu sem varð rétt sunnan við Straumsvík um sexleytið í gær.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu rákust jeppi og fólksbíll saman með þeim afleiðingum að loka þurfti Reykjanesbraut í báðar áttir.
Tilkynnt var um slysið klukkan 17.58.