Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sem Vesturport framleiddi hlaut flestar Eddur, eða samtals níu, þegar verðlaun Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar (ÍKSA) voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskólabíói fyrr í kvöld. Alls voru veitt verðlaun í 26 flokkum auk heiðursverðlauna sem féllu í skaut Ágúst Guðmundssonar.
Verbúðin var meðal annars valin sjónvarpsefni ársins, Mikael Torfason, Björn Hlynur Haraldsson og Gísli Örn Garðarsson voru verðlaunaðir fyrir handrit sitt að þáttunum og Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir fyrir leik sinn í aðalhlutverki. Verbúðin var tilnefnd til alls 17 verðlauna.
Kvikmyndirnar Volaða land í leikstjórn Hlyns Pálmasonar og Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hlutu næstflest verðlaun eða tvenn hvor mynd. Volaða land var verðlaunuð fyrir leikstjórn Hlyns og kvikmyndatöku Mariu von Hausswolff. Björn Thors og Anita Briem voru verðlaunuð fyrir bestan leik í aukahlutverki í Svari við bréfi Helgu.
Vinningshafar ársins voru eftirfarandi:
Kvikmynd
Berdreymi
Leikstjórn
Hlynur Pálmason fyrir Volaða land
Handrit
Mikael Torfason, Björn Hlynur Haraldsson og Gísli Örn Garðarsson fyrir Verbúðina
Leikari í aðalhlutverki
Gísli Örn Garðarsson fyrir Verbúðina
Leikkona í aðalhlutverki
Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Verbúðina
Leikari í aukahlutverki
Björn Thors fyrir Svar við bréfi Helgu
Leikkona í aukahlutverki
Anita Briem fyrir Svar við bréfi Helgu
Leikið sjónvarpsefni
Verbúðin
Heimildarmynd
Velkominn Árni
Stuttmynd
Hreiður
Barna- og unglingaefni
Randalín og Mundi: Dagar í desember
Frétta- eða viðtalsþáttur
Kveikur
Íþróttaefni
Jón Arnór
Mannlífsþáttur
Leitin að upprunanum
Menningarþáttur
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
Skemmtiþáttur
Áramótaskaup 2022
Sjónvarpsmaður
Viktoría Hermannsdóttir
Brellur
Guðjón Jónsson (VFX Supervisor) Monopix, ShortCut, MPC, Union VFX og Filmgate fyrir Against the Ice
Búningar
Margrét Einarsdóttir og Rebekka Jónsdóttir fyrir Verbúðina
Gervi
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Verbúðina
Tónlist
Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Dagur Holm fyrir Verbúðina
Hljóð
Gunnar Árnason fyrir Skjálfta
Klipping
Kristján Loðmfjörð fyrir Verbúðina
Kvikmyndataka
Maria von Hausswolff fyrir Volaða land
Leikmynd
Atli Geir Grétarsson og Ólafur Jónasson fyrir Verbúðina
Upptöku- eða útsendingastjóri
Salóme Þorkelsdóttir fyrir Söngvakeppnina 2022
Heiðursverðlaun
Ágúst Guðmundsson