Verbúðin með níu Eddur

2022 var ár verðbúðarinnar.
2022 var ár verðbúðarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjón­varpsþætt­irn­ir Ver­búðin sem Vest­urport fram­leiddi hlaut flest­ar Edd­ur, eða sam­tals níu, þegar verðlaun Íslensku sjón­varps- og kvik­mynda­aka­demí­unn­ar (ÍKSA) voru af­hent við hátíðlega at­höfn í Há­skóla­bíói fyrr í kvöld. Alls voru veitt verðlaun í 26 flokk­um auk heiður­sverðlauna sem féllu í skaut Ágúst Guðmunds­son­ar.

Ágúst Guðmundsson tók á móti heiðursverðlaunum.
Ágúst Guðmunds­son tók á móti heiður­sverðlaun­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ver­búðin var meðal ann­ars val­in sjón­varps­efni árs­ins, Mika­el Torfa­son, Björn Hlyn­ur Har­alds­son og Gísli Örn Garðars­son voru verðlaunaðir fyr­ir hand­rit sitt að þátt­un­um og Gísli Örn Garðars­son og Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir fyr­ir leik sinn í aðal­hlut­verki. Ver­búðin var til­nefnd til alls 17 verðlauna.

Dóra Gunnarsdóttir tók á móti verðlaunum fyrir Áramótaskaupið, sem var …
Dóra Gunn­ars­dótt­ir tók á móti verðlaun­um fyr­ir Ára­móta­s­kaupið, sem var valið besti skemmtiþátt­ur árs­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kvik­mynd­irn­ar Volaða land í leik­stjórn Hlyns Pálma­son­ar og Svar við bréfi Helgu í leik­stjórn Ásu Helgu Hjör­leifs­dótt­ur hlutu næst­flest verðlaun eða tvenn hvor mynd. Volaða land var verðlaunuð fyr­ir leik­stjórn Hlyns og kvik­mynda­töku Mariu von Hausswolff. Björn Thors og Anita Briem voru verðlaunuð fyr­ir best­an leik í auka­hlut­verki í Svari við bréfi Helgu.

Vinn­ings­haf­ar árs­ins voru eft­ir­far­andi:

Kvik­mynd

Ber­d­reymi

Leik­stjórn

Hlyn­ur Pálma­son fyr­ir Volaða land

Hand­rit

Mika­el Torfa­son, Björn Hlyn­ur ­Har­alds­son og Gísli Örn Garðars­son fyr­ir Ver­búðina

Leik­ari í aðal­hlut­verki

Gísli Örn Garðars­son fyr­ir Ver­búðina

Leik­kona í aðal­hlut­verki

Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir fyr­ir Ver­búðina

Leik­ari í auka­hlut­verki

Björn Thors fyr­ir Svar við bréfi Helgu

Leik­kona í auka­hlut­verki

Anita Briem fyr­ir Svar við bréfi Helgu

Leikið sjón­varps­efni

Ver­búðin

Heim­ild­ar­mynd

Vel­kom­inn Árni

Stutt­mynd

Hreiður

Barna- og ung­linga­efni

Randalín og Mundi: Dag­ar í des­em­ber

Frétta- eða viðtalsþátt­ur

Kveik­ur

Íþrótta­efni

Jón Arn­ór

Mann­lífsþátt­ur

Leit­in að upp­run­an­um

Menn­ing­arþátt­ur

Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in

Skemmtiþátt­ur

Ára­móta­s­kaup 2022

Sjón­varps­maður

Vikt­oría Her­manns­dótt­ir

Brell­ur

Guðjón Jóns­son (VFX Supervisor) Monop­ix, ShortCut, MPC, Uni­on VFX og Film­ga­te fyr­ir Against the Ice

Bún­ing­ar

Mar­grét Ein­ars­dótt­ir og Re­bekka Jóns­dótt­ir fyr­ir Ver­búðina

Gervi

Krist­ín Júlla Kristjáns­dótt­ir fyr­ir Ver­búðina

Tónlist

Her­dís Stef­áns­dótt­ir og Kjart­an Dag­ur Holm fyr­ir Ver­búðina

Hljóð

Gunn­ar Árna­son fyr­ir Skjálfta

Klipp­ing

Kristján Loðmfjörð fyr­ir Ver­búðina

Kvik­mynda­taka

Maria von Hausswolff fyr­ir Volaða land

Leik­mynd

Atli Geir Grét­ars­son og Ólaf­ur ­Jónas­son fyr­ir Ver­búðina

Upp­töku- eða út­send­inga­stjóri

Salóme Þor­kels­dótt­ir fyr­ir ­Söngv­akeppn­ina 2022

Heiður­sverðlaun

Ágúst Guðmunds­son

Berdreymi var valin besta kvikmyndin.
Ber­d­reymi var val­in besta kvik­mynd­in. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert