Virkjun í Steingrímsfirði?

Frá vinstri Sölvi Sólbergsson framkvæmdastjóri orkusviðs OV, Elías Jónatansson orkubússtjóri, …
Frá vinstri Sölvi Sólbergsson framkvæmdastjóri orkusviðs OV, Elías Jónatansson orkubússtjóri, Hjörtur Númason fulltrúi landeigenda og Ásgeir Margeirsson verkfræðingur og ráðgjafi landeigenda. Ljósmynd/OV

Orku­bú Vest­fjarða ohf. (OV) og land­eig­end­ur Gilsstaða í Stein­gríms­firði í Stranda­byggð hafa gert með sér samn­ing um heim­ild OV til að rann­saka hag­kvæmni þess að reisa allt að 9,9 MW vatns­afls­virkj­un í landi Gilsstaða, svo­kallaða Kvísl­a­tungu­virkj­un sam­kvæmt því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá OV. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni gæti virkj­un­in hafið rekst­ur árið 2027 en Orku­búið mun fara fram á að virkj­un­in fari í um­hverf­is­mat. 

Rann­sókn­ir á fullt í sum­ar

„Samn­ing­ur­inn fel­ur jafn­framt í sér að land­eig­end­ur heim­ila OV að nýta land og vatns­rétt­indi til að reisa virkj­un­ina að rann­sókn­um lokn­um, verði niður­stöður já­kvæðar. Gangi áætlan­ir eft­ir má gera ráð fyr­ir að virkj­un­in geti hafið rekst­ur fyr­ir árs­lok 2027. Stofn­kostnaður virkj­un­ar­inn­ar er áætlaður um 5 millj­arðar króna.

Ráðgert er að rann­sókn­ir fari á fullt í sum­ar og standi yfir eins lengi og þörf kref­ur. Skoða þarf helstu um­hverf­isþætti sem hafa áhrif á líf­ríki og lands­lag.

OV hef­ur þegar ákveðið að leggja til við Stranda­byggð og Skipu­lags­stofn­un að virkj­un­in fari í um­hverf­is­mat. Frek­ari verk­hönn­un og skipu­lags­gerð verður unn­in sam­hliða í kjöl­farið á nauðsyn­leg­um rann­sókn­um þar að lút­andi.

Von­ir standa til að um­hverf­is­mats­skýrsla og álit Skipu­lags­stofn­un­ar liggi fyr­ir eft­ir mitt næsta ár og að þá liggi einnig fyr­ir samþykkt breyt­ing á aðal­skipu­lagi og deili­skipu­lagi. Taki stjórn OV ákvörðun um bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar yrði í kjöl­farið hægt að sækja um nauðsyn­leg leyfi og svo unnt yrði að hefja fram­kvæmd­ir á ár­inu 2025.“

Gæti haft góð áhrif á raf­orku­ör­yggi á svæðinu

Ef af verður er virkj­un­inni ætlað að styrkja raf­orku­ör­yggi á Strönd­um. 

„Kvísl­a­tungu­virkj­un nýt­ir vatna­svið heiðar­inn­ar vest­an Selár­dals. Miðlun­ar­lón er áformað í Svarta­gils­vatni og inntak­slón er áformað í 418 metra hæð yfir sjáv­ar­máli, í Efri Kot­vötn­um. Stífl­ur verða byggðar við inntaks- og miðlun­ar­lón. Frá inntak­slóni yrði lögð niðurgraf­in þrýsti­pípa að stöðvar­húsi í Selár­dal, í 27 metra hæð yfir sjáv­ar­máli. Affalls­vatnið verður leitt út í Selá. Eng­in mann­virki eru fyr­ir­huguð í ánni sjálfri sem gætu haft áhrif á fisk­gengd í henni.

Virkj­un­in yrði tengd með 33 kV jarðstreng til Hólma­vík­ur, að dreifi­kerfi OV. Dreifi­kerfið á öllu Stranda­svæðinu, Inn-Djúpi og Reyk­hóla­sveit er sam­tengt og teng­ist flutn­ings­kerfi Landsnets í Geira­dal.

Kvísl­a­tungu­virkj­un hef­ur mjög já­kvæð áhrif á af­hend­ingarör­yggi raf­orku í Stranda­byggð og á Strönd­um, en með til­komu virkj­un­ar­inn­ar verður aðveitu­stöð OV á Hólma­vík orðin „hring­tengd“.

Þar sem afl Kvísl­a­tungu­virkj­un­ar ger­ir meira en að anna allri aflþörf svæðis­ins og miðlun­ar­geta henn­ar er góð, þá er hægt að nýta fullt afl henn­ar á vetr­um þótt af­rennsli að miðlun­ar- og inntak­slóni henn­ar sé í lág­marki. Virkj­un­in get­ur því komið að miklu leyti í stað ol­íu­knú­ins vara­afls á svæðinu auk þess sem aukn­ing ol­íu­knú­ins vara­afls vegna fyr­ir­hugaðra orku­skipta verður óþörf á þessu svæði.

Kvísl­a­tungu­virkj­un mun styrkja raf­orku­kerfið á svæðinu veru­lega og um leið hafa já­kvæð áhrif á rekstr­arör­yggi smærri virkj­ana á svæðinu sem eru í bíg­erð,“ seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni og þar kem­ur einnig fram að halda eigi íbúa­fund á næst­unni til að kynna áformin. 

Íbúa­fund­ur fyr­ir­hugaður

„Fljót­lega í skipu­lags­vinn­unni sem nú er að hefjast er gert ráð fyr­ir íbúa­fundi þar sem virkj­un­ar­áformin verða kynnt, en jafn­framt verður reynt að leggja mat á um­svif á rann­sókn­ar og bygg­ing­ar­tíma virkj­un­ar­inn­ar.

Það er ljóst að bygg­ing virkj­un­ar­inn­ar get­ur haft mjög já­kvæð áhrif fyr­ir þjón­ustuaðila á svæðinu á meðan á fram­kvæmd­um stend­ur, enda má gera ráð fyr­ir tölu­verðum um­svif­um þeim tengd­um.

Það er von samn­ingsaðila að virkj­un­in verði lyfti­stöng, bæði fyr­ir at­vinnu­líf og bú­setu á svæðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert