Fá ekki rannsóknarmastur

Mastrið átti að vera allt að 98 m hátt og …
Mastrið átti að vera allt að 98 m hátt og var miðað við að mælingar stæðu í allt að 12 mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihluti úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu eigenda jarðanna Hafþórsstaða og Sigmundarstaða í Borgarbyggð um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa sveitarfélagsins frá því í nóvember 2022 um að synja þeim um heimild til að setja upp rannsóknarmastur í landi Sigmundarstaða.

Rannsóknarmastrið var hugsað sem undanfari þess að reisa vindmyllur á Grjóthálsi í Norðurárdal sem er í landi jarðanna.

Mastrið átti að vera allt að 98 m hátt og var miðað við að mælingar stæðu í allt að 12 mánuði. Að því loknu yrði mastrið fjarlægt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka