Gular viðvaranir taka gildi í kvöld

Vindaspáin á miðnætti í kvöld.
Vindaspáin á miðnætti í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi, Vestfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Viðvaranirnar taka í gildi klukkan 22 í kvöld og gilda til miðnættis á morgun. 

Í athugasemdum veðurfræðings segir að spáð sé austan og norðaustan stormi eða roki syðst á landinu með snjókomu, og einnig á Vestfjörðum, í nótt og á morgun. 

Verst verða skilyrðin á svæðinu frá Eyjafjöllum og austur í Öræfi þar sem verður ekkert ferðaveður á morgun, bálhvasst og auk þess líkur á hríð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert