Hundruða milljóna mál fer fyrir Landsrétt

Landsnet hóf að innheimta innmötunargjald í apríl í fyrra og …
Landsnet hóf að innheimta innmötunargjald í apríl í fyrra og þurfti Landsvirkjun að greiða samtals 1,5 milljarða til áramóta. Héraðsdómur hefur nú dæmt gjaldið ólögmætt, en Landsnet hefur áfrýjað til Landsréttar. mbl.is/Þorsteinn

Landsnet hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem nýtt gjald sem Landsnet hóf að leggja á var dæmt ólögmætt. Um er að ræða svokallað aflgjald vegna innmötunar á raforku sem lagðist á orkuframleiðendur.

Það var Landsvirkjun sem höfðaði málið gegn Landsneti, en innmötunargjaldið var fyrst innheimt í apríl í fyrra. Fram til ársloka nam gjaldið sem Landsvirkjun greiddi samtals 1,5 milljarði króna samkvæmt ársreikningi félagsins. Breyt­ing­arn­ar áttu sér nokk­urn aðdrag­anda en Landsnet hóf vinnu við þær í sept­em­ber 2017.

Héraðsdómur taldi að um væri að ræða gjaldtöku sem lyti opinberu eftirliti Orkustofnunar og því þyrfti gjaldtakan að eiga sér skýra lagastoð. Um væri að ræða „eins kon­ar lög­bundið þjón­ustu­gjald sem þyrfti að gera skýr­leika­kröf­ur til, auk þess sem slík­ar heim­ild­ir verði ekki skýrðar rúmt.“ Vísaði dómurinn til þess að ekki komi fram í raforkulögum að gjaldskrá skuli einnig gilda fyrir innmötun á flutningskerfið.

Dæmdi héraðsdómur því gjaldið ólögmætt, en nú hefur Landsnet áfrýjað þeirri niðurstöðu til Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert