Maðurinn sem lést í vinnuslysi á sveitabýli í Ásahreppi í Rangárvallasýslu á föstudag hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Guðjón var bóndi og rak kúabú ásamt konu sinni á Syðri-Hömrum 3 í Ásahreppi.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn um tildrög slyssins en lögregla verst allra frekari frétta af málinu að svo stöddu.