Ari Páll Karlsson
Ekki þykir ástæða til þess að banna þingmönnum eða öðrum opinberum starfsmönnum að nota forritið TikTok í vinnusímum sínum, að sögn Birgis Ármannssonar forseta alþingis.
Víða í nágrannaríkjum okkar hafa stjórnvöld gripið til þess að banna forritið í vinnutækjum opinberra starfsmanna vegna meintra ítaka kínverska kommúnistaflokksins.
„Til að gera langa sögu stutta, þá höfðum við annars vegar tekið þetta til umfjöllunar á vettvangi forsætisnefndar, síðan höfðum við falið okkar tæknifólki að vera sérstaklega meðvitað um þetta. Niðurstaðan úr þessari vinnu er sú að það hefur ekki þótt ástæða til þess að grípa til neinna sérstakra ráðstafana vegna TikTok, að minnsta kosti ekki enn sem komið er,“ segir Birgir.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.