Viðvaranir gætu verið í gildi fram á miðvikudag

Veglokun við Vík í Mýrdal 30. janúar 2023. Hringvegurinn er …
Veglokun við Vík í Mýrdal 30. janúar 2023. Hringvegurinn er enn opinn þegar fréttin er skrifuð en það gæti breyst þegar það fer að snjóa í nótt. mbl.is/Jónas Erlendsson

Vindhviður mælast nú 35 metrar á sekúndu við Reynisfjall í Mýrdal að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Gular veðurviðvaranir hafa þegar tekið gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi en Miðhálendið og Vestfirðir munu einnig fá að finna fyrir óveðrinu.

Viðvaranir gilda til miðnættis þriðjudagskvöld en að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar gætu þær verið í gildi fram á miðvikudag. 

Skyggni gæti versnað þar sem vindur er mikill er það fer að snjóa í nótt. Á milli klukkan 6 og 9 í fyrramálið nær óveðrið hápunkti sínum.

Vík í Mýrdal. Fremst er Reynisfjall.
Vík í Mýrdal. Fremst er Reynisfjall. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert