Björgunarsveitir á Seyðisfirði voru kallaðar út í morgun vegna bifreiða sem eru fastar á Fjarðarheiði og er vegurinn nú lokaður.
Gular veðurviðvaranir vegna vinds og hríðar eru í gildi víða um land og eru ferðamenn og aðrir vegfarendur beðnir um að kynna sér vel veðurspá og færð áður en lagt er af stað.
Á Suðurlandi er lokað á milli Markarfljóts og Víkur.