Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli að nýju en þar er mjög hált og mjög blint á köflum og á Sandskeiði líka.
Gular veðurviðvaranir eru enn víða í gildi og verða áfram út morgundaginn.
Hringvegurinn er enn lokaður á milli Skóga og Víkur, um Skeiðarársand, Freysnes og Breiðamerkursand.
Hægt er að fylgjast með færð á vegum á vefsíðu Vegagerðarinnar.