Starfsleyfi vegna gullleitar í Þormóðsdal er útrunnið og verður ekki endurnýjað að sinni. Óskað hefur verið eftir frekari gögnum um leitina að þessum dýrmæta málmi. Þormóðsdalur er í landi Mosfellsbæjar.
Það er fyrirtækið Iceland Resources sem hefur staðið fyrir tilraunaborunum til að kanna hvort gull leynist þar í vinnanlegu magni.
„Þetta er verkefni sem hófst fyrir nokkru og deilur hafa staðið um það,“ segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Hann segir að skipulagsyfirvöld í Mosfellsbæ hafi sett sig á móti því þar sem gullleitin sé ekki í samræmi við skipulagsáætlanir.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.