FÍB vill að allir greiði kílómetragjald - einnig rafmagnsbílar

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, kynnir tillögur félagsins …
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, kynnir tillögur félagsins um útfærslu á kílómetragjaldi. mbl.is/Árni Sæberg

Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) legg­ur til að svo­kölluðu kíló­metra­gjaldi verði komið á fót. Gjaldið myndi koma í stað nú­ver­andi skatt­lagn­ing­ar á eldsneyti öku­tækja en með því myndu eig­end­ur raf­magns­bíla einnig þurfa að borga fyr­ir af­not af vega­kerf­inu.

Í morg­un fór fram blaðamanna­fund­ur í húsa­kynn­um FÍB þar sem Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, kynnti til­lög­una.

„Í grunn­inn erum við að reyna að búa til gegn­sætt og ein­falt kerfi sem gef­ur rík­inu sam­bæri­leg­ar tekj­ur og af nú­ver­andi skatt­inn­heimtu,“ seg­ir Run­ólf­ur í sam­tali við mbl.is. „Í sjálfu sér veit­ir þetta okk­ur sem neyt­end­um og veg­far­end­um upp­lýs­ing­ar um það hvað við erum að borg­ar.“

Run­ólf­ur seg­ir að gjaldið geti staðið und­ir sam­göngu­bót­um á höfuðborg­ar­svæðinu og komið í stað fyr­ir­hugaðrar inn­heimtu vegtolla en FÍB tel­ur toll­ana óhag­kvæma.

Í stað þess að borga auka­leg­an skatt af eldsneyti eða að borga vegtolla myndi hver og einn bí­leig­andi greiða kíló­metra­gjald við skatt­fram­tal. Bí­leig­andi myndi þá gera áætl­un um hve langt yrði keyrt, sem yrði síðan leiðrétt við álest­ur.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, kynnir tillögur félagsins …
Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, FÍB, kynn­ir til­lög­ur fé­lags­ins um út­færslu á kíló­metra­gjaldi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Gjald miðar við kol­efn­is­los­un og þyngd bif­reiðar

Kíló­metra­gjaldið myndi taka mið af um­hverf­is­gjaldi og álags­gjaldi. Um­hverf­is­gjaldið tek­ur mið af kol­efn­is­los­un öku­tæk­is en álags­gjaldið tek­ur mið af þyngd þess.

„Við telj­um að þetta sé um­hverf­is­lega já­kvætt, það leggja all­ir til innviðabygg­ing­ar og svo er þetta neyt­enda­vænt þar sem fólk veit hvað þetta kost­ar,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Um­hverf­is­gjald er reiknað út frá kol­efn­is­los­un öku­tæk­is sem er svo deilt með meðal­los­un allra öku­tækja (152 g/​km) síðan marg­faldað með sex. Álags­gjaldið er mælt út frá heild­arþyngd bif­reiðar sem deilt er með meðalþyngd allra öku­tækja og marg­faldað með sex.

Ford Focus frá ár­inu 2021 (sem los­ar 140 grömm af kolt­ví­sýr­ingi á hvern kíló­meter og er 1.905 kg) myndi á hvern kíló­meter borga 5,56 krón­ur í um­hverf­is­gjald og 3,32 krón­ur í álags­gjald, eða sam­tals 8,88 krón­ur á hvern ek­inn kíló­meter. Ef við miðum við að eig­andi bíls­ins keyri 15.000 kíló­metra á ári er ár­gjald 133.200 krón­ur.

Á vefsíðu FÍB er reikni­vél sem ger­ir bí­leig­end­um kleift að sjá hvernig kíló­metra­gjald kem­ur út. 

Raf­bíla­eig­end­ur þyrftu líka að borga

Nú­ver­andi tekju­stofn­ar rík­is­ins af notk­un öku­tækja eru að mestu leyti skatt­ar á jarðefna­eldsneyti. Því hafa eig­end­ur raf­bíla ekki þurft að greiða í rík­is­sjóð vegna notk­un­ar á öku­tæki sínu.

Vegna álags­gjalds­ins, sem mæl­ist af þyngd öku­tæk­is, munu raf­bíla­eig­end­ur einnig þurfa að greiða kíló­metra­gjald, þó mun minna þar sem raf­bíl­ar losa ekki frá sér kolt­ví­sýr­ing.

Ástæðan fyr­ir því að álags­gjaldið tek­ur mið af þyngd bif­reiðar­inn­ar er sú að þyngd öku­tæk­is seg­ir mest til um slit þess á veg­um lands­ins.

Run­ólf­ur, sem á sjálf­ur raf­magns­bíl, seg­ir að bú­ast megi við nokkru ósætti frá raf­bíla­eig­end­um en hon­um þykir það þó ósann­gjarnt að raf­bíla­eig­end­ur þurfi ekki að borga fyr­ir slit öku­tækj­anna á veg­in­um.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, kynnir tillögur félagsins …
Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, FÍB, kynn­ir til­lög­ur fé­lags­ins um út­færslu á kíló­metra­gjaldi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Neyt­and­inn borgi svipað og nú

„Þetta er bara mjög svipað og í sum­um til­vik­um minna,“ seg­ir Run­ólf­ur, spurður hvort meðal­bíla­eig­and­inn myndi borga meira eða minna en núna.

Hann seg­ir að ætti að vera hægt að koma til móts við fólk sem neyðist til þess að keyra meira en aðrir, t.d. ef viðkom­andi býr langt frá nauðsyn­leg­um þjón­ust­um.

„Við þekkj­um það frá ná­granna­lönd­um okk­ar að stund­um er ákvæði um það að fólk sem býr í dreifðari byggðum sem á um lang­an veg að sækja þjón­ustu, heil­brigðisþjón­ustu og annað, fái til­legg í gegn­um frá­drátt í skatt­fram­tali.“

Run­ólf­ur seg­ir að slík­ar und­an­tekn­ing­ar séu „út­færslu­atriði eft­ir á“ og bæt­ir við að ákv­arðanir um öll mál þess hátt­ar yrðu í hönd­um stjórn­valda.

At­vinnu­bíls­stjór­ar mis­sátt­ir

Run­ólf­ur seg­ir að frá þeim út­reikn­ing­um myndu at­vinnu­bíl­stjór­ar borga svipaða upp­hæð og þeir gera nú en þó fái kíló­metra­gjaldið mis­góðar mót­tök­ur.

„Við höf­um heyrt frá at­vinnu­bíl­stjór­um að þeim finn­ist sann­gjarnt að bif­reiðagjaldið sem kem­ur tvisvar á ári sé jafnaðargreiðsla þar sem það er ekki jafn mikið að gera á hverj­um árs­tíma.“

Run­ólf­ur seg­ir að FÍB hafi þó fengið ein­hverja gagn­rýni frá leigu­bíl­stjór­um, sem hafa óskað eft­ir því að þak verði sett á kíló­metra­verðið þar sem þeir aka meira en meðalökumaður­inn. Hann seg­ir að það breyti litlu þar sem leigu­bíl­stjór­ar rukki nú þegar eft­ir vega­lengd.

„Við höf­um bent á það á móti að notk­un­in feli í sér gjald­töku, þannig að menn eru að inn­heimta fyr­ir ekna kíló­metra. Það er bara eðli­legt að það sé sami stuðull­inn áfram,“ seg­ir Run­ólf­ur að lok­um. 

Meira má lesa um til­lög­una á vef FÍB.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert