Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% milli janúarmánaðar og febrúarmánaðar. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 0,9%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 0,2% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 12,4%.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í dag.
Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% milli mánaða og fjölbýlishluti vísitölunnar hækkaði milli mánaða um 0,4%.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Stuðst er við kaupsamninga síðastliðinna þriggja mánaða við útreikning vísitölunnar.
Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.