Íslenskar gúrkur með 96% hlutdeild

Neysla á tómötum jókst töluvert hér á landi á síðasta …
Neysla á tómötum jókst töluvert hér á landi á síðasta ári. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Neysla á tómötum jókst töluvert hér á landi á síðasta ári. Nokkur aukning varð í innlendri framleiðslu í kjölfar stækkunar gróðurhúsa á síðustu árum en innflutningur jókst einnig þótt hann sé minni en innlenda framleiðslan.

Einnig jókst uppskera á kartöflum og hvítkáli en aftur á móti varð samdráttur í framleiðslu blómkáls og papriku.

Innflutningur á gúrkum er lítill þótt hann hafi rúmlega tvöfaldast á síðasta ári frá árinu á undan. Innlenda framleiðslan er með 96% markaðshlutdeild, sem er einsdæmi á þessum markaði.

Nokkur skortur hefur verið á tómötum og gúrkum. Ekki er útlit fyrir að byggð verði ný gróðurhús á næstunni og er gert ráð fyrir að stækkun markaðar vegna aukins fjölda ferðamanna verði mætt með auknum innflutningi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert