Nokkurra bíla árekstur á Biskupshálsi

Lítið skyggni var á fjallvegum Austanlands í dag. Mynd úr …
Lítið skyggni var á fjallvegum Austanlands í dag. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Nokkurra bíla árekstur varð á Biskupshálsi austan Hólsfjalla í dag en vonskuveður hefur verið á Austurlandi.

Hjalti Bergmann Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að enginn hafi slasast alvarlega.

„Það varð árekstur á Biskupshálsi, sennilega þriggja eða fjögurra bíla árekstur. Eitthvað var um smávægileg eða minniháttar meiðsl á fólki. Þá hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða fólk sem ekki hefur komist yfir og þurft fylgd til að komast í betra veður.“

Hjalti segir björgunarsveitir frá Mývatni, Vopnafirði og Jökuldal hafa farið í verkefnið ásamt lögreglu frá Vopnafirði og sjúkrabílum frá Vopnafirði og Egilsstöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert