„Það er vilji allra að reyna að halda minknum niðri og vaxtarmöguleikar kríuvarpsins eru í Gróttu. Þar er nóg pláss og engin traffík af fólki,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur.
Jóhann Óli kynnti nýverið skýrslu sína um varpfugla á Seltjarnarnesi árið 2022 en skýrslan er unnin fyrir umhverfisnefnd bæjarins. Eins og kom fram í Morgunblaðinu síðasta sumar rústaði minkur kríuvarpið á Seltjarnarnesi um miðbik sumars. Telur Jóhann Óli að aðgerða sé þörf eigi ástandið ekki að versna.
Kríuvarpið reyndist vera 2.020 hreiður, sem er allnokkur fjölgun frá síðasta ári, en þó ekki nema hálfdrættingur á við metárið 2005. Varpið var mest í Suðurnesi og á Snoppu, en ekkert varp var í Gróttu og hefur það ekki gerst síðan farið var að fylgjast með varpinu þar í kringum 1950.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.