Hringveginum lokað á fimm stöðum

Horft til austurs í Kambaskriðum nú í morgun.
Horft til austurs í Kambaskriðum nú í morgun. Ljósmynd/Vegagerðin

Þjóðvegi 1 hefur víða verið lokað þar sem hann liggur hringinn um landið. Snjóþekja er á mörgum vegum, hálka og hálkublettir.

Hringvegurinn er lokaður almennri umferð á samtals fimm stöðum nú klukkan 10, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is: á Öxnadalsheiði, yfir Mývatnsöræfi og ofan í Jökuldal, á milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur, á milli Jökulsárlóns og Núpsvatna, og loks á milli Víkur og Markarfljóts.

Frá þjóðvegi 1 við Pétursey á Suðurlandi.
Frá þjóðvegi 1 við Pétursey á Suðurlandi. Ljósmynd/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert