Þjóðminjasafn Íslands, í samvinnu við Byggðasafn Reykjanesbæjar, safnar nú frásögnum um bandaríska varnarliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga.
Markmiðið er að safna heimildum um persónulega upplifun fólks.
Útbúnar hafa verið fjórar spurningaskrár. Þrjár eru á íslensku og fjalla um vinnuna á Vellinum, menningaráhrif og hernaðarandstöðu. Sú fjórða er á ensku og er ætluð hermönnum og fjölskyldum þeirra sem dvöldu á Íslandi.
Varnarliðið var á Miðsnesheiði á árunum 1951-2006. Var dvöl þess hér á landi um árabil eitt heitasta deilumál stjórnmálanna.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.