Arnar Már Ólafsson, afreksþjálfari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, var fyrir skömmu sæmdur æðsta heiðursmerki evrópsku CPG-samtakanna (Confederation of Professional Golfers), Fimm stjörnu viðurkenningunni.
Síðar í vikunni stefna hann og rokkhljómsveit hans, Flying Elbows, á að senda tvö lög á Spotify-tónlistarveituna.
„Þetta er viðurkenning á því sem ég hef gert fyrir golfið hér heima,“ segir Arnar Már um upphefðina. Hann byrjaði að sinna unglingakennslu og þjálfun 1985, fór í Sænska golfkennaraskólann 1989, útskrifaðist þaðan 1991 og var þar með fyrsti Íslendingurinn til að ljúka golfkennaranámi og útskrifast.
Hann var yfirþjálfari hjá Keili 1991 til 1996, þegar hann var ráðinn yfirþjálfari hjá Düneburg-golfklúbbnum í Haren í Þýskalandi.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.