Mikill viðbúnaður vegna manns sem féll við Glym

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið að gönguleiðinni við Glym vegna einstaklings sem féll. 

Vaktstjóri Landhelgisgæslunnar gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Uppfært 11.30:

Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafa björgunarsveitir á öllu suðvesturhorninu verið kallaðar til vegna erfiðra aðstæðna. 

Nokkrir björgunarsveitarmenn voru sendir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á svæðið.

Uppfært 11:40:

Ás­­mundur Kr. Ás­­munds­­son, að­­stoðar­yfir­­lög­­reglu­­þjónn á Vestur­landi, staðfestir í samtali við mbl.is að símtal hafi borist neyðarlínu klukkan 10:27 vegna einstaklings sem féll um fimm metra við gönguleiðina. 

Hann hefur ekki upplýsingar um líðan einstaklingsins eða hvort sé búið að finna hann. 

Lögregla, björgunarsveitir og Landhelgisgæslan er á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert