Vegir eru víða lokaðir og ekki er búist við að þeir opni fyrr en í fyrsta lagi er líður á daginn.
Þetta kemur fram á umferdin.is þar sem meðal annars er varað við hálku eða hálkublettum.
Fjarðarheiði er meðal annars enn lokuð en henni var lokað í gærmorgun og voru því yfir 500 farþegar Norrænu fastir á Seyðisfirði. Verið er að skoða aðstæður þar líkt og annars staðar.
Þá er lokað á milli Skóga og Víkur búast má við nánari upplýsingum um kl. 10. Einnig er lokað á milli Lómagnúps og Jökulsárlóns og ekki búist við að fá upplýsingar fyrr en um hádegi.
Ófært er á flestum fjallvegum á Vestfjörðum. Athugað verður með opnun um kl. 10.