Vilja hafa byssumann áfram í haldi

Dubliner
Dubliner mbl.is/Kristinn Magnússon

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu ger­ir kröfu um gæslu­v­arðhald verði fram­lengt yfir manni sem er grunaður um að hafa hleypt af skoti inni á Dubliners í miðborg Reykja­vík­ur 12. mars á grund­velli al­manna­hags­muna, en gæslu­v­arðhald yfir hon­um renn­ur út í dag.

Að sögn Gríms Gríms­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns í miðlægri rann­sókn­ar­deild verður gerð krafa um að gæslu­v­arðhaldi yfir mann­in­um verði fram­lengt um fjór­ar vik­ur. 

Síðast var gæslu­v­arðhaldi yfir hinum grunaða fram­lengt fyr­ir helgi, eða 17. mars síðastliðinn, til 22. mars en þá var gerð krafa um fram­leng­ingu á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. 

Aðspurður hvort rann­sókn hafi leitt til ástæðu til að halda að al­manna­hags­mun­ir séu verndaðir með því að halda mann­in­um í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhaldi svar­ar Grím­ur ját­andi.  

Hann seg­ir rann­sókn­inni miða vel áfram en að yf­ir­heyrsl­ur standi enn yfir. 

Grím­ur kveðst ekki geta tjáð sig um skot­vopnið sem fannst ná­lægt skemmti­staðnum og að ekki sé enn staðfest hvort um sé að ræða skot­vopnið sem var notað í árás­inni, þótt gert sé ráð fyr­ir að svo sé. Hann vildi ekki tjá sig um hvers slags skot­vopn var að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert