Slitin upphengja olli biluninni á Mjólkárlínu á Vestfjörðum, að sögn Landsnets. Veðrið á svæðinu er að ganga hægt niður og verið er að undirbúa viðgerð.
Viðgerðarfólk frá Landsneti er á leiðinni vestur, að því er kemur fram á Facebooksíðu Landsnets.
Fyrr í morgun greindi upplýsingafulltrúi Landsnets frá því að óljóst væri hvað olli biluninni þar sem ekki hefur verið hægt að skoða línuna sökum veðurs og slæmrar færðar.
Mjólkárlína er tréstauralína og hefur verið virk frá árinu 1981.