Beint: Norræn ráðstefna um geðheilbrigðismál

Ráðstefnan fer fram í Hörpu.
Ráðstefnan fer fram í Hörpu. mbl.is/Árni Sæberg

Heilbrigðisráðherrar Norðurlandaþjóðanna ræða um áskoranir á sviði geðheilbrigðismála og leiðir til að takast á við þær á árangursríkan hátt á norrænni ráðstefnu um geðheilbrigðismál sem hófst í Hörpu í morgun.

Þar koma einnig fram þekktir fyrirlesarar, íslenskir og erlendir og taka þátt í vinnu- og málstofum um áskoranir, strauma og stefnur sem snúa að geðheilbrigði og geðheilbrigðisþjónustu.

Beint streymi frá ráðstefnunni:

Ráðstefnan er haldin í tilefni af formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þema hennar er Collaboration and Co-Production sem endurspeglar áherslu á hvernig unnt sé að nálgast þetta mikilvæga heilbrigðismál á árangursríkan máta með virkri samvinnu, að því er kemur fram í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert