Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í dag um dansara sem var að trufla umferð í hverfi 108. Var dansaranum bent á að gangstéttin væri betri dansstaður og færði hann sig þangað.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 105. Rætt var við tvo aðila sem þekktir eru hjá lögreglu.
Sömuleiðis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 210. Þar hafði húsráðandi læst sig úti og fór inn um gluggann.