Dansari truflaði umferð

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/​Hari

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing í dag um dans­ara sem var að trufla um­ferð í hverfi 108. Var dans­ar­an­um bent á að gang­stétt­in væri betri dansstaður og færði hann sig þangað.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu.

Eld­ur í bif­reið

Þá var tilkynnt um grun­sam­leg­ar manna­ferðir í hverfi 105. Rætt var við tvo aðila sem þekkt­ir eru hjá lög­reglu.

Sömu­leiðis var til­kynnt um grun­sam­leg­ar manna­ferðir í hverfi 210. Þar hafði hús­ráðandi læst sig úti og fór inn um glugg­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert