Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag fjóra unga karlmenn fyrir þátt þeirra í árásum sem framdar voru í Borgarholtsskóla í janúar 2021. Fimm karlmenn voru ákærðir í málinu en einn þeirra var sýknaður.
Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður eins hinna ákærðu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Eins og áður sagði voru fjórir sakfelldir í málinu. Þrír hlutu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en sá fjórði, Gabríel Douane, hlaut tveggja ára fangelsi. Hann var ákærður fyrir þátt sinn í árásinni auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði.
Fjallað var um mál hans eftir að hann strauk úr gæsluvarðhaldi í apríl í fyrra.