Kona á þrítugsaldri látin eftir fall við Glym

Aðstæður í Glymsgili í gær.
Aðstæður í Glymsgili í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Kona á þrítugs­aldri fannst lát­in eft­ir að hafa fallið niður í gilið við foss­inn Glym í Hval­f­irði í gær.

Hún hafði verið ásamt maka sín­um í göngu­ferð upp með gil­inu að of­an­verðu við Glym þegar hún féll fram af brún­inni. Fallið var mjög hátt og lést kon­an sam­stund­is, að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi.

Aðstæður í Glymsgili voru erfiðar í gær, enda allt í …
Aðstæður í Glyms­gili voru erfiðar í gær, enda allt í klaka­bönd­um. Ljós­mynd/​Lands­björg

Rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi vinn­ur að rann­sókn máls­ins.

Lög­regl­an á Vest­ur­landi vill koma fram­færi þökk­um til allra þeirra sem komu að björg­un­araðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert